Vestmannaeyjar

 

Vestmannaeyjar eru skammt frá Eyvindarholti. Það er aðeins um 15 mínútna akstur frá Eyvindarholti í Landeyjahöfn. Og þaðan er um hálftíma sigling fyrir til Vestmannaeyja.

Það er fátt sem jafnast á við dagsferð til Vestmannaeyja á sumrin. Það er alltaf einhver sérstök tilfinning að stíga á land í eyjum. Bærinn, höfnin og náttúran þar er mögnuð. Það er hægt að skoða skemmtileg söfn eða sýningar í Vestmannaeyjum svo sem Eldheima og Sagnheima.

Þá er einnig boðið upp á fjölbreytta afþreyingu svo sem Kayak siglingu, fjórhjólaferðir. Hægt er að leigja hjól eða fara í góða gönguferð. Fuglalífið er einstakt og síðan má ekki gleyma mjöldrunum sem fluttu til eyja fyrir ekki svo löngu síðan. 

Vestmannaeyjar eiga sér líka áhugaverða sögu. Eldgosið árið 1973 var stór atburður í sögu eyjanna þar sem margir misstu heimili sín og eyjan stækkaði. Þá má nefna Tyrkjaránin árið 1627 þar sem rænigjar frá Algeirsborg í Alsír gengu berserksgang á eyjunni og drápu og rændu fólki. 

Vestmannaeyjar hafa alltaf átt stað í hjarta Eyfellinga en þaðan fóru margir á vertíð áður fyrr.

Leiðarlýsing frá Eyvindarholt Hill House og Cabins

Ekið er sem leið liggur niður á þjóðveg og beygt til vesturs og beygt til suðurs vestan Markarfljótsbrúarinnar, inn á veg númer 254 Landeyjahafnarveg. Síðan er ferjan tekin yfir til eyja. Hægt er að panta miða inn á www.herjolfur.is

 

Staðsetning Landeyjahöfn: GPS: 63° 31.929' -20° 07.158'

Kort (Landeyjahöfn):

Cookie Notice

This website uses cookies to enhance your user experience. By continuing to use this website you consent to the use of cookies.

Back to top