Eyvndarholt er vel í sveit sett þegar kemur að afþreyingu. Stutt er að fara til að heimsækja náttúruperlur og einnig er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu á svæðinu.
Það er nokkrir staðir sem ég mæli sérstaklega með að heimsækja.
Stóra-Dímon er einstakt fjall sem rís upp af Markjarfljótsaurum. Fjallið er móbergsstapi tæplega 180 metra hár. Auðveld gönguleið er upp á fjallið en það sem færri vita er að það er skemmtilegast að ganga upp á Dímon Markarfljótsmegin. Það er aðeins meira krefjandi en þar má finna hella og göt í berginu sem gera leiðina skemmtilegri.
Útsýnið er algjörlega frábært miða við erfiðið að ganga þar upp. Stóra-Dímon er staðsettur þannig að frábært útsýni er inn Markarfljótsdalinn inn í Þórsmörk. Af fjallinum má sjá Eyjafjallajökul, Vestmannaeyjar, Mýrdalsjökul og Tindfjallajökul, allt öflugar eldstöðvar. Einnig er fagurt útsýni til Eyjafjalla og út Fljótshlíð og yfir Landeyjar.
Frábær gönguferð fyrir alla fjölskylduna.
Gilið er einstök náttúrusmíði, í senn tilkomumikið og rómantískt. Gilið var áður fyrr vinsæll staður fyrir ungt fólk á svæðinu til að hittast og eiga þar rómantískar stundir. Þetta er staður sem í fyrstu lætur ekki mikið fyrir sér fara en þegar inn í gilið er komið verður það bara stórfenglegra eftir því sem innar er komið. Gangan tekur um 30 mínútur báður leiðir. Það er smá príl við fremri fossinn en þar þarf að styðja sig við keðju og klifra upp meðfram fossinum. Gilið er yfir sumarið nokkuð aðgengilegt en það reynir þó nokkuð á jafnvægið ef fólk er ekki í stígvélum.
Nauthúsagil er staður sem maður gleymir aldrei að hafa heimsótt.
Nauthúsagil er nefnt eftir bænum Nauthúsum sem stóðu við gilið og er til all svakaleg draugasaga því tengd.
Gilið er staðsett austan við Skóga. Einstaklega flott og nokkuð stórt gil með fallegum móbergsmyndunum sem er uppistaðann í jarðfræði Eyjafjalla. Mjúkt berg sem vatn og vindar móta á skemmtilegan hátt. Það er þægilegt að ganga að Kvenufossi en fossinn er um 30 metra ár umvafinn klettum og grænum brekkum. Hægt er að ganga bak við fossinn en það þarf að gæta sín á grjóti sem getur hrunið úr klettunum. Kvernufoss komst fyrst almennilega á kortið fyrir tveim til þrem árum síðan.
Cookie Notice
This website uses cookies to enhance your user experience. By continuing to use this website you consent to the use of cookies.